Kristín Guðmundsdóttir er elsti Íslendingurinn: Fagnar 105 ára afmæli

Krist­ín Guðmunds­dótt­ir, sem er elsti núlif­andi Íslend­ing­ur­inn, verður 105 ára í dag. Hún kemst þar með í hóp þeirra 23 Íslend­inga sem hafa orðið svo lang­líf­ir, en 18 þeirra hafa átt heima á Íslandi og 5 í Vest­ur­heimi.

Krist­ín er fædd í Kol­beins­vík í Stranda­sýslu og ólst upp í Byrg­is­vík. For­eldr­ar henn­ar voru Guðmund­ur Jóns­son bóndi og Sig­ríður Ingi­mund­ar­dótt­ir hús­móðir. Krist­ín átti sex­tán systkini, en þrett­án þeirra náðu full­orðins­aldri.

Krist­ín flutti til Ísa­fjarðar 1935 og til Reykja­vík­ur 1954. Hún flutti síðan til Hafn­ar­fjarðar árið 1958. Krist­ín stundaði verka­manna­vinnu sam­hliða heim­il­is­störf­um.

Krist­ín var mik­il handa­vinnu­kona, saumaði, prjónaði og heklaði mikið. Hún er trúuð og mikið fyr­ir að hlusta á sálma og ís­lensk ætt­j­arðarlög. Áður fyrr sótti hún sam­kom­ur hjá Hjálp­ræðis­hern­um.

Maður Krist­ín­ar var Viggó Guðmunds­son verkamaður, ættaður af Strönd­um. Börn þeirra voru Skúli, sem lést aðeins tví­tug­ur að aldri, Vig­dís, Lilja og Sig­mund­ur, sem lést 2004.

Krist­ín bjó á Álfa­skeiði 64 með syni sín­um Sig­mundi þar til hún fór á hjúkr­un­ar­heim­ilið Sólvang, þá orðin 100 ára. Sig­mund­ur kom á hjúkr­un­ar­heim­ilið nokkru áður.

Krist­ín klæðist suma daga og sit­ur stutta stund í hjóla­stól. Heyrn henn­ar er far­in að dapr­ast en sjón­in er góð. Dæt­ur henn­ar koma dag­lega í heim­sókn. Af­kom­end­ur Krist­ín­ar og Viggós eru 40.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert