Leitað leiða til að lækka flutningskostnað til Vestfjarða

Sam­gönguráðuneytið birti í dag skýrslu sem unn­in hef­ur verið á veg­um sam­gönguráðherra, þar sem fram koma hug­mynd­ir um hvernig hægt sé að lækka flutn­ings­kostnað til Vest­fjarða, svo íbú­ar fjórðungs­ins sitji við sama borð og aðrir lands­menn í því efni.

Í skýrsl­unni seg­ir að ljóst þykir að sunn­an- og norðan­verðir Vest­f­irðir búa við mis­mun­un á flutn­ings­kostnaði í sam­an­b­urði við aðra lands­hluta. Vanda­málið má rekja beint til ófull­kom­inna vega og vega­lengd­ar að næstu út­flutn­ings­höfn.

Meg­in­hug­mynd­irn­ar sem koma fram í skýrsl­unni um úr­bæt­ur á vand­an­um eru að á ákveðnum leiðum verði land­flutn­ing­ar styrkt­ir með fjár­fram­lög­um, þar til til­tekn­um vega­fram­kvæmd­um veður lokið, þ.e. vegi um Ísa­fjarðar­djúp, um Arn­kötlu­dal og milli Vatns­fjarðar og Bjarka­lund­ar. Einnig komi til greina að niður­greiða gjald fyr­ir vöru­flutn­inga­bíla í Breiðafjarðarferj­una Bald­ur þar til fram­kvæmd­um lýk­ur.

Skýrslu­höf­und­ar telja að sjó­flutn­ing­ar séu ekki hag­kvæm­ari en land­flutn­ing­ar enda þurfi magnið að aukast veru­lega til þess að svo verði. Ef magnið eykst t.d. vegna auk­inna fram­leiðslu á Vest­fjörðum má draga þá álykt­un að sjó­flutn­ing­ar gætu orðið raun­hæf­ur kost­ur.

Hug­mynd­irn­ar eru nú til meðferðar hjá sam­gönguráðuneyt­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert