Rukkað fyrir ógild atkvæði í Eurovision

Neyt­enda­sam­tök­in segja, að svo virðist sem hægt sé að greiða at­kvæði í síma­kosn­ingu Eurovisi­on hvenær sem er og séu 100 krón­ur gjald­færðar á sím­reikn­ing viðkom­andi þrátt fyr­ir að at­kvæðið sé ógilt og það sé greitt utan til­skil­ins tíma­frests. Segj­ast Neyt­enda­sam­tök­in munu óska eft­ir upp­lýs­ing­um um fjölda ógildra at­kvæða sem verða gjald­færð.

Starfsmaður Neyt­enda­sam­tak­anna hringdi í gær um miðjan dag og kaus lag af handa­hófi. At­kvæðið var mót­tekið, 100 krón­ur voru dregn­ar af sím­reikn­ingn­um en at­kvæðið var ógilt enda er ein­ung­is leyfi­legt að kjósa í stutt­an tíma eft­ir að öll lög­in hafa verið flutt.

Þá segja sam­tök­in að þótt ein­ung­is sé hægt að kjósa þris­var úr sama síma sé gjald­fært fyr­ir sím­töl um­fram þessi þrjú. þrátt fyr­ir að þau séu ógild.

Neyt­enda­sam­tök­in hvetja Sím­ann, sem sér um fram­kvæmd síma­kosn­ing­ar­inn­ar, til að tryggja að ein­ung­is sé hægt að greiða gild at­kvæði þegar sjálf at­kvæðagreiðslan fer fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert