Þriggja mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt þrítugan karlmann í 4 mánaða fangelsi fyrir margítrekuð umferðarlagabrot en maðurinn var sakfelldur fyrir ítrekaðan hraðakstur, fyrir að vera ekki með öryggisbelti við akstur, tala í farsíma og hafa ekki ökuskírteini meðferðis.

Í dómnum segir, að maðurinn hafi áður margítrekað hlotið refsingu fyrir umferðarlagabrot af öllum toga. Sjá megi í ökuferilskrá mannsins, að hann hefur hlotið samtals 48 refsipunkta frá árinu 1998. Verði því við ákvörðun refsingar litið til þess að maðurinn virðist ekki láta segjast þrátt fyrir ítrekuð sektarboð og dóma fyrir umferðarlagabrot sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert