Tryggingamiðstöðin hækkar iðgjöld

Tryggingamiðstöðin ætlar að hækka iðgjöld frjálsra ökutækjatrygginga, þ.e. kaskó- og bílrúðutrygginga, um 15% frá og með 1. júlí næstkomandi. Segir félagið, að áætla megi, að meðaláhrif hækkunarinnar á ökutækjatryggingu, þ.e. ábyrgðar- og kaskótryggingu, verði um 3,5-4%, sem samsvarar um 2500 krónum á ársgrundvelli.

Í tilkynningu frá Tryggingamiðstöðinni er vísað til þess að í fyrsta árshlutauppgjöri félagsins á árinu 2007 sé verulegur halli af rekstri frjálsra ökutækjatrygginga og hafi svo verið um nokkurt skeið. Meginskýringin sé sú að tjónatíðni hafi aukist umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert