Harður árekstur í Reykjanesbæ

Harður árekstur varð í Reykjanesbæ um hádegið í dag á horni Skólavegar og Sóltúns. Báðir bílarnir voru dregnir af slysstað með kranabílum. Í öðrum bílnum var kornabarn fætt á þessu ári spennt í þar til gerðan öryggisbúnað og í hinum voru tvö ungbörn í barnastólum, bílstjórarnir voru báðir í öryggisbeltum og segir lögreglan að það hafi orðið til þess að engan sakaði.

Annar ökumaður fór reyndar í læknisskoðun vegna eymsla í hálsi.

Ökumaður nokkur sem var orðinn of seinn í flug var stöðvaður fyrir hraðakstur skammt frá flugstöð Leifs Eiríkssonar, hann mældist á 140 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 það fylgdi sögunni að hann mun hafa náð flugvélinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert