Margmenni í miðbæ Reykjavíkur

Risessan setur svip sinn á Reykjavík þessa dagana.
Risessan setur svip sinn á Reykjavík þessa dagana. mbl.is/KGA

Um 20 til 30 þúsund manns eru nú í miðborg Reykjavíkur að kjósa og fylgjast með sýningu götuleikhússins Royal de Luxe sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík og er hér einnig á vegum frönsku menningarkynninguna Pourquoi Pas? Lögreglan í Reykjavík segir að allt hafi gengið vel fyrir sig þrátt fyrir mannfjöldann og umferðatafir.

Samkvæmt heimildum Fréttavefjar Morgunblaðsins mun Risessan reyna að fá föður sinn risann til að koma með sér úr landi til að hann hætti að valda tjóni og usla í borginni en illa gæti farið fyrir risanum eins og oft er í ævintýrum.

Það voru vanir menn hjá lögreglunni í Reykjavík sem áætluðu mannfjöldann með fyrirvara þó og miklum skekkjumörkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka