Geir og Jón funda í kjölfar kosninganna

Jón Sigurðsson og Guðjón Ólafur Jónsson fylgjast með tölum á …
Jón Sigurðsson og Guðjón Ólafur Jónsson fylgjast með tölum á kosningavöku Framsóknarflokksins í nótt. mbl.is/G. Rúnar

Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins staðfesti í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hann hefði átt fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins fyrir stuttu. Jón sagði óvíst hvort þeir myndu funda aftur síðar í dag og vildi ekki tjá sig um hvað þeim fór á milli.

Jón sagði við Sjónvarpið, að of snemmt væri að kveða upp úr um hvort haldið yrði áfram ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk, það yrði til skoðunar á næstunni.

Jón sagði að niðurstaða kosninganna væri hræðilegt áfall fyrir flokkinn þótt niðurstaðan hefði ekki komið á óvart í ljósi skoðanakannana. Um leið væri þetta hvatning um það að byrja að byggja flokkinn aftur upp.

Geir H. Haarde sagði við Útvarpið að ríkisstjórnin væri starfhæf þótt meirihlutinn sé aðeins 1 þingmsæti, hún hafi skilað góðu verki og niðurstaðan fyrir sjálfstæðismenn sé áskorun um áframhaldandi stjórnarsetu. Innri vandamál Framsóknarflokks en ekki störf ríkisstjórnarinnar séu ástæða þess hve útkoma samstarfsflokksins í kosningunum sé slök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert