Ingibjörg Sólrún: Ríkisstjórnin of veik

Ingibjörg Sólrún telur ríkisstjórnina of veika eftir kosningarnar.
Ingibjörg Sólrún telur ríkisstjórnina of veika eftir kosningarnar. mbl.is

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar telur að ríkisstjórnin sé of veik með of nauman meirihluta til að takast á við þau stóru verkefni sem framundan eru. Í viðtali við Ríkissjónvarpið sagði Ingibjörg Sólrún að hún útilokaði ekkert og að hún gæti vel hugsað sér samstarf við Vinstri Græna og Framsóknarflokkinn.

Ingibjörg Sólrún tók jafnframt fram að „það stæði upp á Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, hvort að þeir ætluðu að líma sig saman. Þá eru þeir að líma sig saman um völd en ekki verkefni og þjóðarhag," sagði Ingibjörg Sólrún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert