Tæplega þriðjungur þingmanna samkvæmt úrslitum alþingiskosninganna eru konur. 20 konur og 43 karlar komust á þing í þessum kosningum og er hlutfall kvenna því 31,7% eða tæpur þriðjungur. Hæsta hlutfall kvenna í þingmannaliði sínu hafa Vinstri grænir með 4 konur af 9 þingmönnum eða 44,4%, því næst er Samfylkingin með 6 konur af 18 þingmönnum eða 33,3% svo kemur Sjálfstæðisflokkur með 8 konur af 25 þingmönnum eða 32%. Frjálslyndi flokkurinn er með fjóra þingmenn allt karlar.
1995 voru 47 karlar og 16 konur á þingi
1999 voru 40 karlar og 23 konur á Þingi
2003 voru 44 karlar og 19 konur á þingi
2007 eru 43 karlar og 20 konur á Þingi