Tuttugu konur á Alþingi

31,7% alþingismanna eru konur eftir alþingiskosningarnar 2007.
31,7% alþingismanna eru konur eftir alþingiskosningarnar 2007. mbl.is/Þorkell

Tæp­lega þriðjung­ur þing­manna sam­kvæmt úr­slit­um alþing­is­kosn­ing­anna eru kon­ur. 20 kon­ur og 43 karl­ar komust á þing í þess­um kosn­ing­um og er hlut­fall kvenna því 31,7% eða tæp­ur þriðjung­ur. Hæsta hlut­fall kvenna í þing­mannaliði sínu hafa Vinstri græn­ir með 4 kon­ur af 9 þing­mönn­um eða 44,4%, því næst er Sam­fylk­ing­in með 6 kon­ur af 18 þing­mönn­um eða 33,3% svo kem­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur með 8 kon­ur af 25 þing­mönn­um eða 32%. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn er með fjóra þing­menn allt karl­ar.

1995 voru 47 karl­ar og 16 kon­ur á þingi
1999 voru 40 karl­ar og 23 kon­ur á Þingi
2003 voru 44 karl­ar og 19 kon­ur á þingi
2007 eru 43 karl­ar og 20 kon­ur á Þingi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert