Sex leikskólar fá hvatningarverðlaun

Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, borg­ar­stjóri, af­hend­ir nú síðdeg­is hvatn­ing­ar­verðlaun leik­skólaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar í fyrsta sinn. Nýtt leik­skólaráð samþykkti að stofna til þeirra á fyrsta fundi sín­um sl. haust. Mark­mið verðlaun­anna er að hvetja til nýbreytni í leik­skóla­starfi og vekja at­hygli á því grósku­mikla þró­un­ar­starfi sem fram fer í leik­skól­um borg­ar­inn­ar.

For­eldr­ar leik­skóla­barna, aðrir aðstand­end­ur og starfs­fólk skól­anna sendu inn 30 til­nefn­ing­ar vegna fjöl­margra áhuga­verðra þró­un­ar­verk­efna í leik­skól­um borg­ar­inn­ar.

Af þeim hlutu sex leik­skól­ar hvatn­ing­ar­verðlaun­in: Dverga­steinn fyr­ir verk­efn­in Ótrú­leg eru æv­in­týr­in og Sam­starf mynd­lista­skól­ans og leik­skól­ans
Fella­borg fyr­ir fjöl­menn­ing­ar­verk­efnið Mannauður í marg­breyti­leika
Hamra­borg fyr­ir verk­efnið Vís­inda­leik­ir
Nóa­borg fyr­ir verk­efnið Stærðfræði
Sól­borg fyr­ir verk­efn­in Sam­eig­in­legt nám fatlaðra og ófatlaðra barna og Sam­vinna og fagstarf
Steina­hlíð fyr­ir um­hverf­is­verk­efnið Í tún­inu heima

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert