Steingrímur: Stjórnarmyndunarumboð liggur ekki á lausu

Formenn stjórnmálaflokkanna í sjónvarpssal í gærkvöldi.
Formenn stjórnmálaflokkanna í sjónvarpssal í gærkvöldi. Brynjar Gauti

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði í samtali við blaðamann mbl.is í dag að töluvert hafi verið hringt í sig í dag en að flokkurinn virði það að umboð til stjórnarmyndunar sé í höndum stjórnarflokkanna. Auðvitað tali menn saman og velti fyrir sér ýmsum möguleikum en hann viti af fundarhöldum í herbúðum stjórnarflokkanna í dag og að beðið sé tíðinda af þeim fundum.

Steingrímur segir stjórnarandstöðuflokkana hafa verið og vera enn í ágætu sambandi en að þeir virði þær leikreglur sem gildi og séu því ekki í neinu ráðabruggi á meðan beðið sé frétta af fundum sitjandi ríkisstjórnar enda liggi stjórnarmyndunarumboð ekki á lausu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert