Þarf að taka bílprófið aftur í kjölfar ofsaaksturs

Sautján ára ökumaður sem tekinn var á 171 km hraða á Vesturlandsvegi í nótt, þar sem hámarkshraði er 80 km, var sviptur ökuréttindum á staðnum og þarf að taka bílprófið aftur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Umferðarstofu.

Samkvæmt nýju ákvæði umferðarlaga, sem tók gildi í síðasta mánuði, mun ökumaðurinn sem að er með bráðabirgðaskírteini verða settur í akstursbann sem þýðir að hann fær ekki að aka bifreið aftur fyrr en hann hefur lokið sérstöku námskeiði og tekið ökupróf að nýju.

Þetta er fyrir utan tímabundna sviptingu ökuréttinda sem eru 3 mánuðir í þessu tilfelli. Þetta ákvæði gildir um ökumenn sem eru á bráðabirgðaskírteini en alla jafna gildir það fyrstu 3 árin eftir að viðkomandi fær ökuréttindi. Hann þarf sjálfur að greiða fyrir námskeiðið og prófið og þau útgjöld bætast við sekt sem hann mun þurfa að greiða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert