Þingflokkar stjórnarflokkanna á fundum í kvöld

Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa boðað til funda í kvöld. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Útvarpsins að á fundi sjálfstæðismanna yrðu nýir þingmenn flokksins boðnir velkomnir og farið yrði yfir stöðu mála eftir kosningarnar á laugardag.

Útvarpið segir að óstaðfestar sögur gangi um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi boðið Framsóknarflokki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf og að Framsóknarflokkurinn fengi fjóra ráðherra í slíkri stjórn. Geir H. Haarde sagði um þetta að ýmsar kjaftasögur væru á kreiki sem ekki væri fótur fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert