Þingflokkar stjórnarflokkanna á fundum í kvöld

Þing­flokk­ar Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks hafa boðað til funda í kvöld. Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði í frétt­um Útvarps­ins að á fundi sjálf­stæðismanna yrðu nýir þing­menn flokks­ins boðnir vel­komn­ir og farið yrði yfir stöðu mála eft­ir kosn­ing­arn­ar á laug­ar­dag.

Útvarpið seg­ir að óstaðfest­ar sög­ur gangi um að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi boðið Fram­sókn­ar­flokki áfram­hald­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf og að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fengi fjóra ráðherra í slíkri stjórn. Geir H. Haar­de sagði um þetta að ýms­ar kjafta­sög­ur væru á kreiki sem ekki væri fót­ur fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert