Veifuðu byssu framan í ökumann dráttarvélar á Þorlákshafnarvegi

Ökumaður dráttarvélar hafði samband við lögregluna á Selfossi sl. föstudag og greindi frá því að hann hefði verið á ferð um Þorlákshafnarveg þegar bifreið var ekið framúr honum og byssu veifað framan í hann, að því er fram kemur á Lögregluvefnum.

Lögreglumenn fundu bifreiðina. Í henni voru tveir ungir karlmenn sem voru með leikfangabyssu. Þeir viðurkenndu að hafa veifað byssunni að vegfarendum. Hald var lagt á byssuna og mennirnir kærðir fyrir brot á vopnalögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert