Lögreglan í Vestmannaeyjum er með til rannsóknar tvö mál er varðar meint brot á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. Grunur leikur á að í tveimur tilvikum hafi skotveiði verið stunduð af nálægt fuglabjargi, annars vegar við Stórhöfða og hins vegar við Smáeyjarnar.
Jafnframt kom í ljós að annar þessara aðila sem þarna áttu hlut að máli var með útrunnið veiðikort.