Formenn stjórnarflokkanna njóta stuðnings þingflokka sinna í viðræðum sín á milli en fyrstu þingflokksfundir þeirra eftir kosningarnar voru haldnir í gær.
Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagðist Geir H. Haarde forsætisráðherra ekkert vilja gefa upp á hvaða stigi viðræður þeirra Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, væru nema að ekki væri farið að ræða verkaskiptingu í ríkisstjórninni.
"Við Jón höfum alltaf rætt mikið saman frá því að hann settist í ríkisstjórnina. Það eru því engin nýmæli að við ræðum saman. Nú ræðum við um hvort grundvöllur sé til að halda samstarfinu áfram." Geir segir ljóst að sem formaður flokksins hafi hann óskorað umboð þingflokks sjálfstæðismanna til að taka þátt í viðræðum um áframhaldandi stjórnarsamstarf.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.