Lögreglan á Ísafirði hefur undanfarna þrjá daga haft afskipti af fimm erlendum ríkisborgurum sem hafa stundað farandsölu í bænum án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, en talsvert hefur borið á kvörtunum í bænum vegna mannanna.
Að sögn lögreglu er um pólska ríkisborgara að ræða og hefur lögregla haft afskipti af þeim. Lögreglan vill ekki tjá sig um það á þessari stundu hvort einhver hafi verið handtekin í tengslum við rannsókn málsins. Mennirnir hafa verið að selja myndir og teikningar án þess að hafa fyrir því leyfi, sem er brot gegn á verslunar- og atvinnulögum og lögreglusamþykkt.
Lögreglan segir mennina hafa komið til Ísafjarðar á bíl og svo virðist sem að þeir hafi verið að ferðast um landið til að stunda farandsölu.