Helgi Tómasson, stjórnandi San Fransisco-ballettsins, skoðaði í dag æskustöðvarnar á Heimaey ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og félögum í ballettflokknum. Helgi fæddist í Reykjavík árið 1942 en fluttist til Vestmannaeyja með fjölskyldu sinni. Fjölskyldan sneri aftur til Reykjavíkur þegar hann var sjö ára. Helgi hefur sagt að dansáhugi hans hafi kviknað þegar hann sá danssýningu í Vestmannaeyjum aðeins fimm ára.