Helgi skoðar Heimaey

Hópurinn fór í útsýnisferð um eyjuna í dag og skoðaði …
Hópurinn fór í útsýnisferð um eyjuna í dag og skoðaði m.a. uppgröft húsa úr hrauninu, sem rann í eldgosinu árið 1973. mbl.is/Golli

Helgi Tóm­as­son, stjórn­andi San Frans­isco-ball­etts­ins, skoðaði í dag æsku­stöðvarn­ar á Heima­ey ásamt Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands, og fé­lög­um í ball­ett­flokkn­um. Helgi fædd­ist í Reykja­vík árið 1942 en flutt­ist til Vest­manna­eyja með fjöl­skyldu sinni. Fjöl­skyld­an sneri aft­ur til Reykja­vík­ur þegar hann var sjö ára. Helgi hef­ur sagt að dansáhugi hans hafi kviknað þegar hann sá dans­sýn­ingu í Vest­manna­eyj­um aðeins fimm ára.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert