Misvægi atkvæða í alþingiskosningunum

Misvægi atkvæða á milli fámennasta og fjölmennasta kjördæmisins í alþingiskosningunum um liðna helgi var 1 á móti 1,94 eða 0,06 undir því sem leyfilegt er án þess að til skerðingar þingmannafjölda komi í viðkomandi kjördæmi.

Kjördæmin sem hér um ræðir eru Norðvestur- og Suðvesturkjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi voru 21.126 einstaklingar á kjörskrá. Níu þingsæti eru í kjördæminu og því 2.347 kjósendur á hvert þingsæti.

Í Suðvesturkjördæmi, sem er það fjölmennasta, voru 54.584 einstaklingar á kjörskrá. Tólf þingsæti eru í kjördæminu og eru því 4.549 á bakvið hvert þingsæti þar eða 1,94 sinnum fleiri en í Norðvesturkjördæmi.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert