Umferðaróhapp varð skammt frá Þórustöðum í Ölfusi á sjötta tímanum í dag þegar bifreið fór út af veginum með þeim afleiðingum að hún hafnaði ofan í skurði. Að sögn lögreglu er talið að ökumaðurinn, sem var eldri maður, hafi fengið aðsvif eða hjartaáfall undir stýri.
Að sögn lögreglu er talið að ökumaðurinn, sem var eldri maður, hafi fengið aðsvif eða hjartaáfall undir stýri.
Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík. Maðurinn er ekki sagður hafa slasast í óhappinu en nánari upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir að svo stöddu.