Skip Sea Shepherd leggur af stað áleiðis til Íslands í dag

Skipið Farley Mowat, t.h., nálgast japanska hvalveiðiskipið Kaiko Maru í …
Skipið Farley Mowat, t.h., nálgast japanska hvalveiðiskipið Kaiko Maru í Suðurhöfum í febrúar sl.

Paul Watson, formaður náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd, segir að samtökin muni „binda enda“ á hvalveiðar Íslendinga, og í dag leggur skip samtakanna, Farley Mowat, af stað frá Ástralíu áleiðis til Íslands. Um borð eru sjálfboðaliðar hvaðanæva úr heiminum, að því er fram kemur í frétt AFP.

Í tilkynningu frá Watson í dag minnir hann á að samtökin hafi sökkt tveim íslenskum hvalveiðiskipum 1986, og segir að samtökin muni „binda enda“ á hvalveiðarnar sem Íslendingar hófu í október sl. Segir Watson að ekki megi leyfa Íslendingum að eyða hvölunum, og því eigi meðlimir samtakanna ekki annars úrkosti en að leggja líf sitt og skip að veði til varnar hvölununum í Norður-Atlantshafi.

Sea Shepherd samtökin lentu í útistöðum við japanska hvalveiðimenn á Suðurhöfum í febrúar og lentu skip samtakanna m.a. í árekstrum við japönsk hvalveiðiskip.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert