eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Minknum verða ekki gefin grið á næstunni því bæði umhverfisráðherra og Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) hafa efnt til minkaveiðiátaka. Veiðst hafa vel á annað hundrað minkar í átaki umhverfisráðuneytisins og fólk sendir Skotvís myndir af veiðinni.
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hratt minkaveiðiátakinu af stað fyrr í vor. Umhverfisstofnun var falin framkvæmd átaksins og dr. Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur ráðinn verkefnisstjóri. Arnór sagði að veiðiátakið hefði byrjað í mars sl. Um tíu veiðimenn stunda veiðarnar á Eyjafjarðarsvæðinu og 6-7 á Snæfellsnesi.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.