Ballett kostar fórnir

San Francisco ballettinn undir stjórn Helga Tómassonar sýnir nú á Listahátíð í Reykjavík fimm verk sem Helgi samdi á árunum 2003 til 2006. Helgi hvetur unga dansara til að gefast ekki upp, hann segir að það kosti fórnir að stunda ballett.

Helgi hefur gengt stöðu listræns stjórnanda San Francisco ballettsins frá árinu 1985 en ballettinn er elsti atvinnudansflokkur Bandaríkjanna og mun verður haldið upp á 75 ára afmæli flokksins á næsta ári.

Helgi segist vera ánægður með að fá að koma heim til Íslands með flokkinn sinn til að sýna verkin sín.

Sýningin heitir í höfuðið á danshöfundinum eða „Helgi" og verður hún sýnd alls sjö sinnum í Borgarleikhúsinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert