Ekkert tilefni til opinberrar rannsóknar á embættisathöfnum ríkislögreglustjóra

Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, telur ekkert tilefni til opinberrar rannsóknar á embættisathöfnum ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í bréfi hans til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra dagsettu 15. maí sl.

Bréf ríkissaksóknara fylgir í kjölfar bréfs Einars Þórs Sverrissonar, lögmanns Jóhannesar Jónssonar, til ríkissaksóknara, þar sem hann óskaði eftir því að rannsakað yrði hvort Haraldur og Jón H.B. Snorrason, saksóknari, hefðu gerst brotlegir við lög, einkum XIV. kafla almennra hegningarlaga vegna ákæru á hendur Jóhannesi o.fl. hinn 1. júlí  2005.

Í bréfi ríkissaksóknara til ríkislögreglustjóra segir orðrétt: „Tekið skal fram að erindi lögmannsins þykir ekki gefa nokkurt tilefni til þess að ríkissaksóknari mæli fyrir um opinbera rannsókn á embættisathöfnum...” Embætti ríkislögreglustjóra mun ekki tjá sig frekar um málið á meðan það er til stjórnsýslumeðferðar hjá ríkissaksóknara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert