Hálfs árs fangelsi fyrir að stinga af frá veitingahúsareikningum

Hæstiréttur hefur dæmt tæplega fertugan karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í 15 skipti pantað og neytt veitinga á veitingastöðum í Reykjavík án þess að geta greitt fyrir þær. Maðurinn hefur sjö sinnum áður verið dæmdur fyrir sama athæfi í samtals 34 skipti.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í 12 mánaða fangelsi en Hæstiréttur mildaði refsinguna og tók m.a. tillit til þess að upphæðin, sem maðurinn sveik út, nam samtals 65 þúsund krónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert