Málflutningi lauk í gær fyrir sérstakri matsnefnd um verðmæti vatnsréttinda til Kárahnjúkavirkjunar. Himinn og haf skilja að kröfur vatnsréttarhafa og Landsvirkjunar. Telja lögmenn vatnsréttarhafa að nefndin hafi í raun þegar gefið í skyn að ekki verði byggt á kröfu Landsvirkjunar.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði matsnefnd eignarnámsbóta skorið úr en á síðasta ári sömdu aðilar um að sérstök nefnd sæi um matið. Gert er ráð fyrir að nefndin skili af sér í sumar en vatnsréttarhafar eða Landsvirkjun geta síðan skotið málinu til dómstóla. Vatnsréttarhafar telja að um allt að 72 milljarða króna verðmæti sé að ræða en Landsvirkjun metur þau á 150 til 375 milljónir.
Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.