Skemmdarverk unnin á vinnuvélum í Álafosskvos

Hörður seg­ir, að máln­ingu hafi verið sprautað á vinnu­vél­ar og einnig hafi rúður í hús­um vél­anna verið brotn­ar og aðrar skemmd­ir unn­ar.

Hörður seg­ir að þetta sé í annað skipti sem fyr­ir­tækið verður fyr­ir svona aðkasti og kenn­ir Varmár­sam­tök­un­um um að hafa skapað jarðveg fyr­ir svona aðgerðir en sam­tök­in hafi beitt sér mark­visst gegn fyr­ir­tæk­inu og ætli sér greini­lega í stríð við það.

Frá­veitu­fram­kvæmd­irn­ar, sem hóf­ust á mánu­dag, eru á veg­um Mos­fells­bæj­ar. Íbúar á svæðinu beittu sér fyr­ir því þegar á mánu­dag að fram­kvæmd­irn­ar yrðu stöðvaðar og hafa kallað lög­reglu tví­veg­is til. Lög­regla hef­ur þó ekki gripið til aðgerða þar sem verk­taka­fé­lagið fram­vísaði leyf­um og skipu­lags­yf­ir­völd hafa ekki farið fram á að fram­kvæmd­irn­ar yrðu stöðvaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert