Skoda Oktavia með 3,5 lítra á hundraðið

Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fór fram í gær. Hér var um að ræða fyrri keppnina af tveimur á þessu ári og tóku 32 bílar þátt í þessum atvinnumannahluta hennar. Að þessu sinni mældist Skoda Oktavía, 1,9 TDI með minnsta eyðslu eða 3,5 l á hundraðið en Ragnar Bergþórsson ók bílnum.

Í öðru sæti varð Brynjar S. Þorgeirsson á Ford Cmax, með 3,75 l og í þriðja sæti lenti Eiríkur Einarsson á Toyota Yaris D4D með 3,95 l.

Öflugasti bíllinn, Ford GT, mældist með 11,31 l.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert