Starfsemi Heklu kolefnisjöfnuð

Starf­semi bif­reiðaum­boðsins Heklu verður kol­efnis­jöfnuð frá deg­in­um í dag að telja. Jafn­framt mun Hekla greiða fyr­ir eins árs kol­efnis­jöfn­un allra nýrra Volkswagenbíla og njóta Heklu­skóg­ar ávinn­ings­ins.

Sam­komu­lag þessa efn­is var und­ir­ritað í höfuðstöðum Heklu í morg­un af Knúti G. Hauks­syni, for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, og Ísólfi Gylfa Pálma­syni, for­manni verk­efn­is­stjórn­ar Heklu­skóga, um leið og gengið var form­lega frá kol­efnis­jöfn­un fyrsta Volkswagenbíls­ins.

Kol­efnis­jöfn­un felst í að binda í nátt­úr­unni sam­svar­andi magn kol­efn­is og sleppt er í formi gróður­húsaloft­teg­unda við eldsneyt­is­bruna. Fel­ur verk­efnið ann­ars veg­ar í sér kol­efnis­jöfn­un á starf­semi Heklu og hins veg­ar eins árs kol­efnis­jöfn­un allra nýrra Volkswagenbíla hér á landi í boði fé­lags­ins.

Samn­ing­ur HEKLU við Heklu­skóga er til þriggja ára, til að byrja með, og hljóðar hann sam­tals upp á 30 millj­ón­ir króna, eða 10 millj­ón­ir á ári, og nær yfir bæði kol­efnis­jöfn­un nýrra Volkswagenbíla og fyr­ir­tæk­is­ins sjálfs, þ.e. all­an akst­ur starfs­manna í þágu fyr­ir­tæk­is­ins, all­an reynsluakst­ur og aðra los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem starf­sem­in hef­ur í för með sér. Mun Deloitte hf. ann­ast út­tekt og eft­ir­lit verk­efn­is­ins.

Ísólf­ur Gylfi Pálma­son, formaður verk­efn­is­stjórn­ar Heklu­skóga, seg­ir að fyr­ir þetta fram­lag Heklu verði gróður­sett­ar 600 þúsund birki­plönt­ur, sem skipt verði í 1000 litla lundi, og þaðan muni birkið dreifast um svæðið. Að 35 árum liðnum muni plönt­urn­ar hafa breiðst út um 800 hekt­ara lands, sem sé álíka svæði og sjálf­ur Hall­ormsstaðar­skóg­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka