Vesturbyggð fagnar hugmynd um olíuhreinsunarstöð

Bæj­ar­stjórn Vest­ur­byggðar fagn­ar fram­kom­inni hug­mynd um olíu­hreins­un­ar­stöð á Vest­fjörðum og hef­ur lýst yfir vilja til sam­starfs við hlutaðeig­andi aðila.

Íslensk­ir og rúss­nesk­ir at­hafna­menn hafa sett fram hug­mynd­ir um að reisa olíu­hreins­istöð á Vest­fjörðum. Stefnt er að því ef sam­vinna fæst við stjórn­völd að stöðin rísi á næstu fjór­um árum og þar skap­ist rúm­lega 500 störf. Talið er að stöðin myndi af­kasta átta millj­ón­um tonna af hrá­ol­íu á ári.

At­hafna­menn­irn­ir hafa sagt að meng­un frá stöðinni yrði veg­in upp með hreinna eldsneyti á bíla- og skipa­flota lands­manna og lík­ur séu á að bens­ín­verð í land­inu lækki. Þá hef­ur Fjórðungs­sam­band Vest­f­irðinga boðað til fund­ar þann 22. maí vegna umræðna um olíu­hreins­un­ar­stöð á Vest­fjörðum. Halda átti fund­inn í dag en hon­um var frestað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert