Eldur í bílhræjum í Ártúnsbrekku

Eldur kviknaði í nótt í ónýtum bílum sem staflað hafði verið upp í Ártúnsbrekkunni vegna útskriftarsýningar Listaháskóla Íslands. Að sögn lögreglu logaði talsvert í bílunum og var gripið til þess ráðs að dreifa bifreiðunum með vinnuvél til að auðvelda slökkvistarfið. Bifreiðarnar voru ónýtar og engin verðmæti nærri svo tjón varð ekkert, líklegt er talið að um íkveikju hafi verið að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert