Grunur um íkveikju á svæði Hringrásar

Mikinn reyk lagði af eldinum á svæði Hringrásar.
Mikinn reyk lagði af eldinum á svæði Hringrásar. mbl.is/Einar Guðmann

Vel geng­ur að slökkva eld­inn á svæði Hringrás­ar á Ak­ur­eyri, slökkvilið hef­ur beitt bæði vatni og froðu og mun hafa dregið veru­lega úr eld­in­um. Ljóst þykir þó að slökkvistarf muni standa fram eft­ir kvöldi. Að sögn lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri leik­ur grun­ur á að um íkveikju sé að ræða og að hóp­ur drengja hafi verið að verki en rann­sókn máls­ins stend­ur yfir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert