Hæstiréttur dæmir eignarland í 4 þjóðlendumálum

Fjór­ir dóm­ar féllu í Hæsta­rétti í gær um eign­ar­rétt­indi á landi í svo­kölluðum þjóðlendu­mál­um. Fall­ist var á kröf­ur land­eig­enda um að svæðin væru háð sér­eign­ar­rétti þeirra. Áður hef­ur rétt­ur­inn fellt 9 þjóðlendu­dóma en þess eru ekki dæmi að Hæstirétt­ur hafi áður snúið dómi eða úr­sk­urði um þjóðlendu yfir í eign­ar­land.

Í þrem­ur mál­anna var deilt um svæði sunn­an Mýr­dals­jök­uls: Hvít­mögu og Skóg­ar­fjall vest­an Sól­heima­jök­uls og Stór­höfða sunn­an Mýr­dals­jök­uls. Í mál­inu er varðaði Hvít­mögu lá fyr­ir landa­merkja­bréf Ytri-Sól­heimaj­arðar þar sem til­greint var að svæðið til­heyrði jörðinni. Hæstirétt­ur hef­ur hins veg­ar áður dæmt að standi aðrir þætt­ir, svo sem gróðurfar, staðhætt­ir og eldri heim­ild­ir gegn orðum landa­merkja­bréfa þá geti það í ákveðnum til­fell­um ekki legið til grund­vall­ar sér­eign­ar­rétti yfir landsvæði. Þrátt fyr­ir að Sól­heima­jök­ull standi nú á milli jarðar­inn­ar og Hvít­mögu taldi Hæstirétt­ur að ekki væri ljóst að svo hefði verið við land­nám. Af mörk­um sveit­ar­fé­laga mætti hins veg­ar ráða að svæðið til­heyrði eign­ar­landi Ytri-Sól­heima.

Aðliggj­andi Hvít­mögu ligg­ur svæðið Skóg­fjall og líkt og þar náði landa­merkja­bréf jarðar­inn­ar Eystri-Skóga yfir svæðið. Talið var að ekki væru rök gegn því að um eign­ar­land væri að ræða enda ekki hægt að ætla að land­nám hefði staðnæmst við Skóg­ar­fjall. Að svipaðri niður­stöðu var kom­ist varðandi Stór­höfða þar sem einnig var dæmt eign­ar­land.

Í máli ís­lenska rík­is­ins gegn Rangárþingi ytra var deilt um hvort óbyggðanefnd hefði verið heim­ilt að ganga lengra en ís­lenska rík­inu við af­mörk­un þjóðlendu á Rangár­valla­af­rétti. Skaut sveit­ar­fé­lagið úr­sk­urði óbyggðanefnd­ar til dóms í kjöl­far þess að nefnd­in úr­sk­urðaði að þjóðlend­an væri stærri en ís­lenska ríkið gerði kröfu til. Hafði nefnd­in talið að svæðið sem stóð um­fram kröf­ur ís­lenska rík­is­ins lægi að óum­deild­um mörk­um aðliggj­andi eign­ar­lands. Hæstirétt­ur féllst hins veg­ar ekki á að óbyggðanefnd gæti gengið lengra en kröf­ur ís­lenska rík­is­ins, en því hélt ís­lenska ríkið aft­ur á móti fram í mál­inu. Dæmdi Hæstirétt­ur því að hluti Rangár­valla­af­rétt­ar væri eign­ar­land.

Í hnot­skurn
» Áður hafa fallið 9 hæsta­rétt­ar­dóm­ar í þjóðlendu­mál­um.
» Í þrem­ur dóm­anna sem féllu í gær var fjallað um svæði sem liggja sunn­an Mýr­dals­jök­uls og sum­ar eldri heim­ild­ir bentu til tak­markaðra nytja á.
» Hæstirétt­ur leit einkum til þess að fá rök væru til að land­nám hefði verið tak­markað líkt og óbyggðanefnd hafði talið.
» Í einu mál­anna af­markaði óbyggðanefnd þjóðlendu yfir stærra svæði en ís­lenska ríkið hafði gert.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert