Kambur á Flateyri að selja kvóta og skip

Smábátar í höfninni á Flateyri.
Smábátar í höfninni á Flateyri. mbl.is/Ómar
Eft­ir Agnesi Braga­dótt­ur agnes@mbl.is
Kamb­ur hf. á Flat­eyri er nú í samn­ingaviðræðum um að selja frá sér um­tals­verðan hluta fisk­veiðiheim­ilda sinna og ein­hver fisk­veiðiskip en Kamb­ur ger­ir út tvo stóra báta og þrjá minni.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er talið að Brim hf. í eigu Guðmund­ar Kristjáns­son­ar á Rifi og fleiri aðila sé að kaupa hluta kvóta Kambs en Kamb­ur hef­ur yfir 3.000 þorskí­gildist­onn­um að ráða sem nálg­ast það að vera um sjö millj­arða króna virði. Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að Hinrik Kristjáns­son, út­gerðarmaður og aðal­eig­andi Kambs, muni kynna sjó­mönn­um, fisk­vinnslu­fólki og öðru starfs­fólki Kambs hver staða fyr­ir­tæk­is­ins er á fundi síðdeg­is á morg­un. Hinrik vildi ekk­ert um málið segja þegar Morg­un­blaðið hafði sam­band við hann í gær.

Um 120 manns starfa hjá Kambi, liðlega 50 sjó­menn og hinir í landi. Ekki ligg­ur fyr­ir hversu marg­ir munu missa at­vinnu við þessi viðskipti Kambs en þó er ljóst að þetta er veru­legt reiðarslag fyr­ir bæj­ar­fé­lagið því Kamb­ur er aðal­vinnustaður pláss­ins. Kamb­ur hef­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins, leigt mikið af veiðiheim­ild­um en nú er eng­ar veiðiheim­ild­ir að fá leng­ur til leigu. Gengi krón­unn­ar hef­ur styrkst um 20% frá ára­mót­um sem for­ráðamenn fyr­ir­tæk­is­ins munu telja að hafi gert þeim afar erfitt um vik með óbreytt­an rekst­ur auk þess sem hátt vaxta­stig hafi einnig gert þeim lífið leitt.

Ein­ar Odd­ur Kristjáns­son alþing­ismaður býr á Flat­eyri. "Ég hef ekki fengið þetta end­an­lega staðfest en þetta eru nátt­úr­lega mjög al­var­leg tíðindi. Ég hef lengi ótt­ast það að þetta vaxta­stig og þessi vaxta­stefna Seðlabank­ans mundi leiða til þess að öll út­gerð og fisk­vinnsla á strand­lengj­unni um­hverf­is landið legðist af," sagði Ein­ar Odd­ur í sam­talið við Morg­un­blaðið í gær­kvöld. Hann kvaðst árum sam­an hafa varað við þessu en hann vissi ekki hvort menn hefðu ekki tekið eft­ir því sem hann var að segja eða ein­fald­lega ekki trúað hon­um. "Gengi krón­unn­ar er nú komið í þá stöðu að út­flutn­ings­fram­leiðslan get­ur ekki haldið áfram. Það sér það hvert manns­barn í hendi sér. Hér eru því skelfi­lega al­var­leg­ir hlut­ir á ferð."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert