Ráðuneytið hafnaði innflutningi kindakjöts

Eft­ir Friðrik Ársæls­son fri­drik@mbl.is
Land­búnaðarráðuneytið hef­ur synjað Aðföng­um og Fersk­um kjötvör­um um inn­flutn­ing á fersku lamba­kjöti frá Nýja-Sjálandi. Fyr­ir­tæk­in létu senda sér um 80 kíló af sýn­is­horn­um í lok fe­brú­ar og í kjöl­farið sendu þau inn um­sókn um inn­flutn­ing til ráðuneyt­is­ins. Svar frá ráðuneyt­inu barst sl. þriðju­dag.

Í synj­un sinni á um­sókn fyr­ir­tækj­anna vís­ar ráðuneytið til þess að sam­kvæmt lög­um og reglu­gerðum um dýra­sjúk­dóma og varn­ir gegn þeim þurfi sá sem sæk­ir um inn­flutn­ing á hrárri kjötvöru að láta land­búnaðarráðuneyt­inu í té nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar um vör­una til at­hug­un­ar og samþykk­is áður en var­an er send frá út­flutn­ingslandi. Þar sem var­an hafi þegar verið send af stað og kom­in til lands­ins þegar um­sókn­in barst, skorti laga­skil­yrði til þess að heim­ila inn­flutn­ing­inn.

Synj­un­in reist á ör­ygg­is­sjón­ar­miðum

Í synj­un ráðuneyt­is­ins er jafn­framt tekið fram að ákveðið hafi verið að fela Land­búnaðar­stofn­un að vinna ít­ar­legt áhættumat vegna hugs­an­legs inn­flutn­ings á kinda­kjöti og gera út­tekt á fram­leiðsluaðstöðu og ferl­um í Nýja-Sjálandi til að hindra að dýra­sjúk­dóm­ar ber­ist til lands­ins og til að tryggja að fram­leiðslan upp­fylli þau skil­yrði sem gerð eru sam­kvæmt lands­lög­um.

„Það kom mér fyr­ir það fyrsta á óvart að inn í okk­ar miklu lamba­kjötsauðlind hafi ein­hver viljað fara að flytja inn ný­sjá­lenskt lamba­kjöt, sem að vísu hef­ur farið víða um heim­inn," seg­ir Guðni Ágústs­son land­búnaðarráðherra.

Að hans sögn er synj­un­in fyrst og fremst reist á ör­ygg­is­sjón­ar­miðum; hon­um beri skylda til þess sem land­búnaðarráðherra að gæta ýtr­ustu varúðar og láta taka það út hvernig fram­leiðslu­mál­um sé háttað í þeim lönd­um sem land­búnaðar­var­an er flutt frá. „Það ligg­ur fyr­ir að hingað hafa borist sjúk­dóm­ar sem við glím­um enn við af­leiðing­arn­ar af, eins og garna­veiki og riðuveiki. Það ligg­ur líka fyr­ir að í Nýja-Sjálandi eru sjúk­dóm­ar sem ekki eru til hér og lömb­in þar eru sprautuð allt sitt vaxt­ar­skeið með orma­lyfj­um," seg­ir Guðni.

Aðföng furða sig á því hversu lang­an tíma af­greiðsla máls­ins tók og ætla að leggja inn nýja inn­flutn­ings­beiðni í næstu viku áður en ný sýn­is­horn af lamba­kjöti verða send frá Nýja-Sjálandi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert