Sökuð um tuga milljóna umboðssvik í netbanka

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.isFjórir viðskiptavinir netbanka Glitnis á Akureyri sæta nú ákærum fyrir um 30 milljóna króna umboðssvik með því að hafa misnotað aðgang sinn að gjaldeyrisviðskiptakerfi netbankans.

Í atvikalýsingu ákæru efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra segir að sakborningarnir hafi nýtt sér með kerfisbundnum og sviksamlegum hætti kerfisvillu í gjaldeyrisviðskiptakerfinu sem var til komin vegna forritunarmistaka bankastarfsmanna.

Á fimmta þúsund færslur

Þessi mistök hafi leitt til þess að kaup- og sölugengi víxlaðist og þannig telur ákæruvaldið að fólkið hafi með á fimmta þúsund færslum á gjaldeyrisreikningum aflað sér tuga milljóna króna.

Í öllum tilvikum keypti fólkið dollara fyrir evrur og seldi síðan strax aftur fyrir evrur.

Vegna kerfisvillunnar hafi ákærðu fengið til sín þá fjárhæð sem undir eðlilegum kringumstæðum á að renna til bankans í formi álags.

Allt að sex ára fangelsi

Ákæruvaldið telur að þessi háttsemi varði við 249. gr. hegningarlaga sem kveður á um allt að sex ára fangelsi fyrir brot af þessu tagi.

Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra og er fyrirtöku að vænta. Sakborningarnir eru á aldrinum 38-48 ára, þrír karlmenn og ein kona.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert