Í atvikalýsingu ákæru efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra segir að sakborningarnir hafi nýtt sér með kerfisbundnum og sviksamlegum hætti kerfisvillu í gjaldeyrisviðskiptakerfinu sem var til komin vegna forritunarmistaka bankastarfsmanna.
Í öllum tilvikum keypti fólkið dollara fyrir evrur og seldi síðan strax aftur fyrir evrur.
Vegna kerfisvillunnar hafi ákærðu fengið til sín þá fjárhæð sem undir eðlilegum kringumstæðum á að renna til bankans í formi álags.
Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra og er fyrirtöku að vænta. Sakborningarnir eru á aldrinum 38-48 ára, þrír karlmenn og ein kona.