Sýning San Francisco-ballettsins á verkum Helga Tómassonar, listræns stjórnanda flokksins, stóð fyllilega undir væntingum að mati Margrétar J. Gísladóttur, dansgagnrýnanda Morgunblaðsins.
"Í heildina hafa dansverk Helga hreinan dansstíl og fágaðar hreyfingar. Hann notar einfaldar hreyfingar á móti flóknum, hægt á móti hröðu, þannig að ávallt er um andstæður að ræða. Samvinna dansaranna í tvídönsum er unun á að horfa," segir Margrét m.a. í dómnum. Hún segir sýningu kvöldsins hafa sýnt afburðahæfa dansara, dansara sem hafa ástríðu fyrir því að dansa.
Enn eru eftir þrjár sýningar San Francisco-ballettsins hérlendis.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.