Fundi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, á Bessastöðum er lokið. Fundurinn stóð í um 40 mínútur en þar baðst Geir lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og óskaði eftir umboði til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Samfylkinguna.