Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu flokksins í dag að framsóknarmenn geti vel hugsað sér að benda á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að leiða viðræður við aðra núverandi stjórnarandstæðinga og Framsóknarmenn, ef slíkur stjórnarmyndunarkostur komi yfirleitt til greina af hálfu Samfylkingarinnar.
Jón kallar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar óskabarn eigenda eins stærsta auðfélags landsins og verði því nefnd „Baugsstjórn" ef hún kemst á koppinn.
Ennfremur segir Jón að trúnaðarbrestur hafi orði milli stjórnarflokkanna og Sjálfstæðismenn hafi ekki aðeins viðhaft tvöfeldni heldur margfeldni í viðræðum við Framsóknarflokkinn. Augljóst hafi verið að viðræður milli Sjálfstæðismanna og Samfylkingarinnar hafa verið komnar á flug áður en viðræðum milli stjórnarflokkanna var lokið í gær.
Pistill Jóns á síðu Framsóknarflokksins