Lífslíkur íslenskra kvenna 83 ár en íslenskra karla 79 ár

Mynd/ÁÁ

Drengir sem nú fæðast í fjalllenda dvergríkinu San Marínó eiga von á því að lifa lengst allra karla eða í 80 ár. Nýfæddir drengir á Íslandi fylgja fast á hæla San Marínóbúa og geta átt von á því að verða 79 ára. Lífslíkur íslenskra stúlkna eru þó meiri og geta nýfædd stúlkubörn hér á landi átt von á því að lifa í 83 ár.

Þetta eru nýjustu niðurstöður alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem sýna að íslenskir drengir eru öðru sæti hvað lífslíkur varðar og deila því sæti með áströlskum, japönskum, sænskum og svissneskum drengjum. Íslensku stúlkubörnin eru í þriðja sæti hvað varðar lífslíkur og eru lífslíkur kvenna í Svíþjóð og Þýskalandi þær sömu og hér.

Lífslíkur karla í Síerra Leóne eru þær minnstu en karlar þar í landi geta átt von á því að verða aðeins 37 ára sem eru sömu lífslíkur kvenna í Svasílandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert