Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent Paul Watson, leiðtoga Sea Shepherd samtakanna, bréf þar sem þau segja að það væri ekki málstað hvalfriðunarsinna til framdráttar ef Sea Shepherd gripu til aðgerða gegn íslenskum hvalveiðum undir yfirskriftinni Ragnarök. Er skorað á Watson að hætta við að senda skip Sea Shepherd hingað til lands í sumar.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtakanna, sagði við mbl.is, að aðgerðir af því tagi, sem Sea Shepherd hafa staðið fyrir, muni ekki efla málstað náttúruverndar á Íslandi, og hættan sé frekar sú að sá málstaður skaðist.
Í bréfinu segir einnig, að afar ólíklegt sé að um frekari langreyðaveiðar verði á þessari ári vegna þess að enginn markaður sé í útlöndum fyrir kjötið. Þá verði vísindaveðum á hrefnu að mestu lokið þegar Farley Mowat, skip Sea Shepherd, er væntanlegt á miðin við Ísland síðar í sumar.