Ræða varnarmál við Þjóðverja

Þriggja manna sendinefnd frá utanríkisráðuneyti og varnarmálaráðuneyti Þýskalands mun í dag eiga við ræður við íslensk stjórnvöld um aukið samstarf í öryggis- og varnarmálum.

Viðræðurnar munu fara fram í Svartsengi og var kveikjan að þeim kynning íslenskra embættismanna í Berlín í vetur á hugmyndum um aukið samstarf við önnur NATO-ríki við Norður-Atlantshaf eftir brottför Bandaríkjahers frá Íslandi. Ekki er gert ráð fyrir jafn víðtæku samstarfi við Þjóðverja og samið hefur verið um við Norðmenn og Dani.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert