Fjölsmiðjan stofnuð á Akureyri fyrir ungt fólk á krossgötum

Tilkynnt var um stofnun Fjölsmiðju á Akureyri á aðalfundi Rauða kross Íslands í dag, laugardaginn 19. maí Fjölsmiðja er atvinnutengt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu þar sem ungmennum er hjálpað við að finna sér stað í vinnu eða námi. Rauði krossinn, Akureyrarbær, Vinnumálastofnun og menntamálaráðuneytið leggja alls 32 milljónir króna til verkefnisins.

Leggur Rauði krossinn til 15 milljónir króna í stofnkostnað Fjölsmiðjunnar, Akureyrarbær 10 milljónir, Vinnumálastofnun 5 milljónir og menntamálaráðuneytið 2 milljónir króna.

Fjölsmiðjunni á Akureyri er ætlað að virkja ungt fólk á Eyjafjarðarsvæðinu sem á í síendurteknu atvinnuleysi til að mynda vegna reynsluleysis, menntunarskorts, félagslegra og/eða andlegra vandamála, og aðstoða það við að finna sér nýjan farveg í lífinu.

Er Fjölsmiðjunni ætlað að vera vinnusetur þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Byggt verður á reynslu Fjölsmiðjunnar í Kópavogi sem Rauði krossinn hafði frumkvæði að því að komið var á fót árið 2000 þar sem hefur sýnt sig að fjölda ungmenna hefur tekist að fóta sig á nýju í lífinu eftir starf sitt þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert