Fjölsmiðjan stofnuð á Akureyri fyrir ungt fólk á krossgötum

Til­kynnt var um stofn­un Fjölsmiðju á Ak­ur­eyri á aðal­fundi Rauða kross Íslands í dag, laug­ar­dag­inn 19. maí Fjölsmiðja er at­vinnu­tengt úrræði fyr­ir ungt fólk á kross­göt­um sem hef­ur flosnað upp úr námi eða vinnu þar sem ung­menn­um er hjálpað við að finna sér stað í vinnu eða námi. Rauði kross­inn, Ak­ur­eyr­ar­bær, Vinnu­mála­stofn­un og mennta­málaráðuneytið leggja alls 32 millj­ón­ir króna til verk­efn­is­ins.

Legg­ur Rauði kross­inn til 15 millj­ón­ir króna í stofn­kostnað Fjölsmiðjunn­ar, Ak­ur­eyr­ar­bær 10 millj­ón­ir, Vinnu­mála­stofn­un 5 millj­ón­ir og mennta­málaráðuneytið 2 millj­ón­ir króna.

Fjölsmiðjunni á Ak­ur­eyri er ætlað að virkja ungt fólk á Eyja­fjarðarsvæðinu sem á í sí­end­ur­teknu at­vinnu­leysi til að mynda vegna reynslu­leys­is, mennt­un­ar­skorts, fé­lags­legra og/​eða and­legra vanda­mála, og aðstoða það við að finna sér nýj­an far­veg í líf­inu.

Er Fjölsmiðjunni ætlað að vera vinnu­set­ur þar sem þátt­tak­end­um gefst tæki­færi til að þjálfa sig fyr­ir al­menn­an vinnu­markað eða áfram­hald­andi nám. Byggt verður á reynslu Fjölsmiðjunn­ar í Kópa­vogi sem Rauði kross­inn hafði frum­kvæði að því að komið var á fót árið 2000 þar sem hef­ur sýnt sig að fjölda ung­menna hef­ur tek­ist að fóta sig á nýju í líf­inu eft­ir starf sitt þar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert