Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar funduðu í dag á Þingvöllum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins. Góður gangur er sagður á viðræðunum og verið er að vinna í að setja saman málefnasamning stjórnarinnar. Enn er þó óvíst hvenær tilkynnt verður um myndun nýrrar stjórnar, en það verður líklega á næstu dögum.