Hermaður sektaður og dæmdur til þrælkunarvinnu

Banda­rísk­ur hermaður, sem í vik­unni var sýknaður af ákæru fyr­ir morð á tví­tugri stúlku á varn­ar­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli, var dæmd­ur í 90 daga þrælk­un­ar­vinnu, tæp­lega 2800 dala sekt og lækkaður í tign fyr­ir að stela pen­ing­um af stúlk­unni.

Hermaður­inn, sem heit­ir Cal­vin Hill, var fund­inn sek­ur um þjófnað, gefa rang­an framb­urð, fyr­ir að vera fjar­ver­andi án leyf­is og rang­ar sak­argift­ir. Hann játaði all­ar þess­ar sak­ir á sig áður en rétt­ar­höld hóf­ust yfir hon­um fyr­ir her­rétti í her­stöð í Washingt­on­borg í Banda­ríkj­un­um.

Að sögn fréttaþjón­ustu Banda­ríkja­hers verður Hill, sem er 21 árs frá War­ren í Ohio, ekki vikið úr flug­hern­um.

Hill hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá því í ág­úst 2005 eft­ir að Ashley Turner fannst með mikla höfuð- og hálsáverka í íbúðaskála á Kefla­vík­ur­flug­velli. Turner lést af sár­um sín­um og grun­ur beind­ist að Hill, sem hafði verið ákærður fyr­ir að stela pen­ing­um úr hraðbanka með því að nota greiðslu­kort Turners.

Kviðdóm­ur komst að þeirri niður­stöðu, að ekki væru næg­ar sann­an­ir fyr­ir hendi til að sak­fella Hill og rann­sókn máls­ins hefði verið ábóta­vant.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert