Einar bætti við aðspurður að stjórnvöld hlytu að fara yfir það á næstu dögum og vikum með hvaða hætti hægt væri að bregðast við þeim nýju aðstæðum sem þarna væru komnar upp. Inn í stjórnkerfi fiskveiða hefðu verið byggð úrræði eins og byggðakvóti og kerfi línuívilnunar sem sett hefði verið upp og Flateyri hefði notið mjög góðs af í auknum aflaheimildum. Ekkert af því væri þó líklegt til að bæta þann skaða sem gæti orðið á Flateyri.
„Stóra málið núna í þessari stöðu er sú von að sem mest af aflaheimildunum verði eftir á norðanverðum Vestfjörðum til þess að skapa hugsanlega störf fyrir þetta fólk áfram,“ sagði Einar ennfremur.