Fyrsti fundur áhugafólks um stofnun Miðbæjarsamtaka Ísafjarðar var haldinn á Hótel Ísafirði í hádeginu í gær. Á fundinum var hugmyndum um starfsemi miðbæjarsamtaka velt upp auk þess sem kosin var undirbúningsnefnd, sem var falið að gera uppkast að lögum félagsins.
Þá var boðað til stofnfundar samtakanna á miðvikudaginn nk. „Mæting á fundinn var afar góð og það er greinilega mikill hugur í fólki,“ segir Gísli Elís Úlfarsson, kenndur við Hamraborg, sem er einn af þremur undirbúningsnefndarmönnum við Bæjarins Besta. Aðrir voru valdir í undirbúningsnefnd þau Matthildur Helgadóttir, fyrir hönd Langa Manga og Erlingur Tryggvason, eigandi Skóhornsins og leikfangaverslunarinnar Bimbó.