Stofnun Miðbæjarsamtaka Ísafjarðar undirbúin

Frá stofnun samtakanna í morgun.
Frá stofnun samtakanna í morgun. bb.is

Fyrsti fund­ur áhuga­fólks um stofn­un Miðbæj­ar­sam­taka Ísa­fjarðar var hald­inn á Hót­el Ísaf­irði í há­deg­inu í gær. Á fund­in­um var hug­mynd­um um starf­semi miðbæj­ar­sam­taka velt upp auk þess sem kos­in var und­ir­bún­ings­nefnd, sem var falið að gera upp­kast að lög­um fé­lags­ins.

Þá var boðað til stofn­fund­ar sam­tak­anna á miðviku­dag­inn nk. „Mæt­ing á fund­inn var afar góð og það er greini­lega mik­ill hug­ur í fólki,“ seg­ir Gísli Elís Úlfars­son, kennd­ur við Hamra­borg, sem er einn af þrem­ur und­ir­bún­ings­nefnd­ar­mönn­um við Bæj­ar­ins Besta. Aðrir voru vald­ir í und­ir­bún­ings­nefnd þau Matt­hild­ur Helga­dótt­ir, fyr­ir hönd Langa Manga og Erl­ing­ur Tryggva­son, eig­andi Skó­horns­ins og leik­fanga­versl­un­ar­inn­ar Bimbó.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert