Víða snjóaði sunnanlands í nótt og morgun, hálka var á vegum á Suðurlandi og Reykjanesi og Esjan var í morgun komin í hvítan kufl en él féllu öðru mn hvoru á höfuðborgarsvæðinu. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir á veðurbloggsíðu sinni, að óhikað sé hægt að tala um V-hret, eða kalt loft sem komið sé úr vestri samfara nokkuð djúpri lægð sem kemur úr vestri. Slíkt sé nánast viðburður um 20. maí, að minnsta kosti hin seinni ár.