Esjan komin í hvítan kufl að nýju

Talsvert hafði snjóað í Esjuna í morgun.
Talsvert hafði snjóað í Esjuna í morgun. mbl.is/Júlíus

Víða snjóaði sunnanlands í nótt og morgun, hálka var á vegum á Suðurlandi og Reykjanesi og Esjan var í morgun komin í hvítan kufl en él féllu öðru mn hvoru á höfuðborgarsvæðinu. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir á veðurbloggsíðu sinni, að óhikað sé hægt að tala um V-hret, eða kalt loft sem komið sé úr vestri samfara nokkuð djúpri lægð sem kemur úr vestri. Slíkt sé nánast viðburður um 20. maí, að minnsta kosti hin seinni ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert