Gleymdist að gera kröfu um refsingu

Maður, sem játaði á sig til­raun til inn­brots og þjófnaðar, fær ekki refs­ingu vegna þess að ákæru­vald­inu láðist að gera kröfu um refs­ingu þegar ákært var í mál­inu.

Maður­inn hafði spennt upp glugga í húsi við Ósa­bakka í Reykja­vík nú í mars þegar hann var staðinn að verki. Maður­inn játaði brot sitt þegar ákær­an var þing­fest.

Í dómn­um kem­ur fram, að við yf­ir­ferð dóm­ara á ákæru eft­ir dóm­töku máls­ins, hafi komið í ljós að í ákær­unni var ekki gerð krafa um refs­ingu og þar sem eng­in refsikrafa hafi verið gerð í mál­inu verði mann­in­um ekki gerð refs­ing.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert